Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Fritillaria pallidiflora
Ættkvísl   Fritillaria
     
Nafn   pallidiflora
     
Höfundur   Schrenk.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gaukalilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur, fjölær.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fölgulur með græna slikju.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   30-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gaukalilja
Vaxtarlag   Laukar 5 sm í þvermál, kúlulaga, snældulaga. Stönglar 10-80 sm.
     
Lýsing   Laufin eru gagnstæð eða stakstæð, breið-lensulaga, bláleit. Blóm 2,5-3 sm í þvermál, 1-6(-12), mjög breið-bjöllulaga, með ógreinilega óþæginlega lykt, blómhlífarblöð 25-45 mm, bogadregin, fölgul með græna slikju, með óljóst, brúnleitt tígulmunstur. Hunangskirtlar 2 mm, neðst við bjölluna, djúp-inndregnir, egglaga. Stíll 14-17 mm, sléttur, 3-greindur með 2-4 mm greinar. Fræhýði breið-6-vængja.
     
Heimkynni   A Síbería, NV Kína.
     
Jarðvegur   Frjór, rakaheldinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð planta sem hefur reynst vel í Lystigarðinum og Grasagarði Reykjavíkur, sáir sér þó nokkuð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gaukalilja
Gaukalilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is