Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Fraxinus excelsior
Ættkvísl   Fraxinus
     
Nafn   excelsior
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Evrópuaskur / Askur
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól, skjól, getur ekki vaxið í skugga.
     
Blómlitur   Purpuralitur.
     
Blómgunartími   Síðla vors.
     
Hæð   6-10 m
     
Vaxtarhraði   Meðal.
     
 
Evrópuaskur / Askur
Vaxtarlag   Kröftugt tré, 6-10 m hátt en getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum, krónan gisin, egglaga. Börkur ljósbrúnn. Greinar hárlausar, gráar, brum í dvala eru svört. Börkur ljósgrár og sléttur á ungum trjám, skorpnar með aldrinum, árssprotar ógreinilega strendir, grágulir með fjólublárri slikju.
     
Lýsing   Fallega fjaðurskipt lauf, gagnstæð, 20-25 sm löng, smálauf allt að 11 talsins, legglaus, öfugegglaga, sagtennt, dökkgræn ofan, ljósari neðan, hárlaus, miðrif ögn dúnhært, ungar greinar græn-brúnar. Lítil purpuralit blómin stuttum, þéttum skúfum, sem koma á fyrra árs greinar. Hvorki með bikar né krónu. Blómin eru tvíkynja (hvert og eitt blóm annað hvort karl- eða kvenkyns), en aðeins annað kynið er á einu og sömu plöntunni, því verður því að rækta bæði karl- og kvenplöntur ef fræ á að fást. Vindfrævun, plantan frjóvgar sig ekki sjálf. Aldinvængur hangandi, aflangir, allt að 4 sm. Nær allt að 300 ára aldri.
     
Heimkynni   Evrópa að Bretlandseyjum meðtöldum sunnan 64° breiddargráðu, N-Afríka og V Asía.
     
Jarðvegur   Léttur, djúpur, frjór, rakur eða blautur, vel framræstur, sýrustig skiptir ekki máli, en plantan getur vaxið í mjög súrum jarðvegi.
     
Sjúkdómar   Laus við skordýraplágur.
     
Harka   Z4 og er ekki viðkvæmt fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1, http://apps.rhs.org.uk, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar, ágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré í vel skýldum görðum, blönduð beð. Karltré eingöngu notuð til skógræktar. Askurinn skipar stóran sess í Norrænu goðafræðinni. Þar sem minnst er á askinn Yggdrasil sem var eins konar miðpunktur í heimsmynd Norðurlandabúa og bar uppi himinhvelfinguna. Yggdrasill þótti bestur og stærstur af öllum trjám og heilagastur af öllu í Ásgarði Askur er eitraður fyrir jórturdýr, hefur einnig valdið exemi hjá sumum einstaklingum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1987 og gróðursettar í beð 1991 og 2001, einnig ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994, og ein í viðbót sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2004. Meðalharðgerður - (k = 0-4), kelur mikið á unga aldri, eintök fremur ung og lítt reynd. Fallegasti askur á landinu er í Múlakotsgarðinum í Fljótshlíð enda er sumarhiti þar með því hæsta sem gerist á landinu. Til skógræktar eru fremur notuð karltré sem verða stærri en kventrén.
     
Yrki og undirteg.   Fjöldi yrkja í ræktun erlendis en þau eru lítt eða ekki reynd hérlendis. Reyna mætti yrki með flikróttu laufi svo sem 'Aurea', 'Aurea Pendula', 'Aureovariegata', 'Jaspidea', 'Pendulifolia Purpurea' og mörg fleiri mætti nefna.
     
Útbreiðsla  
     
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Evrópuaskur / Askur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is