Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
|
Ættkvísl |
|
Fraxinus |
|
|
|
Nafn |
|
excelsior |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Evrópuaskur / Askur |
|
|
|
Ætt |
|
Smjörviðarætt (Oleaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, skjól, getur ekki vaxið í skugga. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Purpuralitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors. |
|
|
|
Hæð |
|
6-10 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Meðal. |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Kröftugt tré, 6-10 m hátt en getur orðið allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum, krónan gisin, egglaga. Börkur ljósbrúnn. Greinar hárlausar, gráar, brum í dvala eru svört. Börkur ljósgrár og sléttur á ungum trjám, skorpnar með aldrinum, árssprotar ógreinilega strendir, grágulir með fjólublárri slikju. |
|
|
|
Lýsing |
|
Fallega fjaðurskipt lauf, gagnstæð, 20-25 sm löng, smálauf allt að 11 talsins, legglaus, öfugegglaga, sagtennt, dökkgræn ofan, ljósari neðan, hárlaus, miðrif ögn dúnhært, ungar greinar græn-brúnar. Lítil purpuralit blómin stuttum, þéttum skúfum, sem koma á fyrra árs greinar. Hvorki með bikar né krónu. Blómin eru tvíkynja (hvert og eitt blóm annað hvort karl- eða kvenkyns), en aðeins annað kynið er á einu og sömu plöntunni, því verður því að rækta bæði karl- og kvenplöntur ef fræ á að fást. Vindfrævun, plantan frjóvgar sig ekki sjálf. Aldinvængur hangandi, aflangir, allt að 4 sm. Nær allt að 300 ára aldri. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Evrópa að Bretlandseyjum meðtöldum sunnan 64° breiddargráðu, N-Afríka og V Asía. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, djúpur, frjór, rakur eða blautur, vel framræstur, sýrustig skiptir ekki máli, en plantan getur vaxið í mjög súrum jarðvegi. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Laus við skordýraplágur. |
|
|
|
Harka |
|
Z4 og er ekki viðkvæmt fyrir frosti. |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://apps.rhs.org.uk, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, græðlingar, ágræðsla.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré í vel skýldum görðum, blönduð beð. Karltré eingöngu notuð til skógræktar. Askurinn skipar stóran sess í Norrænu goðafræðinni. Þar sem minnst er á askinn Yggdrasil sem var eins konar miðpunktur í heimsmynd Norðurlandabúa og bar uppi himinhvelfinguna. Yggdrasill þótti bestur og stærstur af öllum trjám og heilagastur af öllu í Ásgarði
Askur er eitraður fyrir jórturdýr, hefur einnig valdið exemi hjá sumum einstaklingum. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1987 og gróðursettar í beð 1991 og 2001, einnig ein planta sem sáð var til 1991 og gróðursett í beð 1994, og ein í viðbót sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2004. Meðalharðgerður - (k = 0-4), kelur mikið á unga aldri, eintök fremur ung og lítt reynd. Fallegasti askur á landinu er í Múlakotsgarðinum í Fljótshlíð enda er sumarhiti þar með því hæsta sem gerist á landinu. Til skógræktar eru fremur notuð karltré sem verða stærri en kventrén.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Fjöldi yrkja í ræktun erlendis en þau eru lítt eða ekki reynd hérlendis. Reyna mætti yrki með flikróttu laufi svo sem 'Aurea', 'Aurea Pendula', 'Aureovariegata', 'Jaspidea', 'Pendulifolia Purpurea' og mörg fleiri mætti nefna. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|