Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Filipendula purpurea
Ættkvísl   Filipendula
     
Nafn   purpurea
     
Höfundur   Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rósamjaðjurt
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   F. palmata hort. non Pall.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Purpurarauður-bleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst, september.
     
Hæð   60-120 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 130 sm há.
     
Lýsing   Stönglar uppréttir, rákóttir, oft purpura, hárlausir. Laufin stinn, kirtilhærð ofantil, laufleggir allt að 18 sm, axlablöð skakk-lensulaga, oft purpuralit, endableðillinn egglaga, allt að 25 sm í þvermál, 5-7 handskipt, hjartalaga við grunninn, fín-kirtilsagtennt. Blómin purpurarauð eða bleik, smá, bikarblöð smá, breið-aflöng, snubbótt, krónublöð baksveigð, hálfkringlótt, íhvolf, fræflar margir, frjóþræðir hlykkjóttir, frjóhnappar mjög litlir, stíll stuttur, boginn, frænið hnúðlaga. Færhýði 4-6, upprétt, íhvolf-oddbaugótt með löng hár eftir kjölnum.
     
Heimkynni   Japan.
     
Jarðvegur   Frjór, jafnrakur, skjól.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í beð, við tjarnir og læki.
     
Reynsla   Meðalharðgerð jurt. Þarf góðan vaxtarstað til að ná að blómstra hérlendis, hefur verið lengi í ræktun hér á landi.
     
Yrki og undirteg.   Yrkið 'Elegans' er með hvít blóm og rauða fræfla, 'Alba' er með hreinhvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is