Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Filipendula |
|
|
|
Nafn |
|
purpurea |
|
|
|
Höfundur |
|
Maxim. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Rósamjaðjurt |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
F. palmata hort. non Pall. |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Purpurarauður-bleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst, september. |
|
|
|
Hæð |
|
60-120 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, allt að 130 sm há.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Stönglar uppréttir, rákóttir, oft purpura, hárlausir. Laufin stinn, kirtilhærð ofantil, laufleggir allt að 18 sm, axlablöð skakk-lensulaga, oft purpuralit, endableðillinn egglaga, allt að 25 sm í þvermál, 5-7 handskipt, hjartalaga við grunninn, fín-kirtilsagtennt. Blómin purpurarauð eða bleik, smá, bikarblöð smá, breið-aflöng, snubbótt, krónublöð baksveigð, hálfkringlótt, íhvolf, fræflar margir, frjóþræðir hlykkjóttir, frjóhnappar mjög litlir, stíll stuttur, boginn, frænið hnúðlaga. Færhýði 4-6, upprétt, íhvolf-oddbaugótt með löng hár eftir kjölnum.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Japan. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, jafnrakur, skjól. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, haustsáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem undirgróður, í beð, við tjarnir og læki. |
|
|
|
Reynsla |
|
Meðalharðgerð jurt. Þarf góðan vaxtarstað til að ná að blómstra hérlendis, hefur verið lengi í ræktun hér á landi. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Yrkið 'Elegans' er með hvít blóm og rauða fræfla, 'Alba' er með hreinhvít blóm. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|