Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Erigeron multiradiatus
Ættkvísl   Erigeron
     
Nafn   multiradiatus
     
Höfundur   (Lindl.) C. B. Clarke.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Geislakobbi
     
Ætt   Körfublómaætt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rauðfjólublár/ hvirfill gulur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   30-40 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Geislakobbi
Vaxtarlag   Langlífur fjölæringur. Blómstönglar allt að 40 sm háir, dúnhærðir eða hærðir, uppréttir eða skástæðir, blöðóttir.
     
Lýsing   Laufin mjúkhærð. Grunnlauf öfuglensulaga eða lensulaga, heilrend, gróftennt eða flipótt. Stöngullauf stilklaus, tennt eða ótennt. Blómkörfur eru beytilegar að stærð allt að 5 sm í þvermál, ein eða fleiri á stöngulendanum, körfureifar striklaga og oddmjóar, reifablöðin hærð. Tungukrýndu blómin fjölmörg, bleikpurpura, mjó, 1-1,8 sm á lengd. Svifkrans með stutt, rauð þornhár. Aldin lítið eitt hærð.
     
Heimkynni   Pakistan, Himalaja í 2400-4500m hæð
     
Jarðvegur   Léttur, vel framræstur, frjór, fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, 2
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringabeð, til afskurðar.
     
Reynsla   Harðgerð tegund og nokkuð algeng í görðum hérlendis, enda ljómandi falleg og auðræktuð.
     
Yrki og undirteg.   Sumar plöntur sem ganga undir þessu nafni í görðum eru þó að öllum líkindum blendingar.
     
Útbreiðsla  
     
Geislakobbi
Geislakobbi
Geislakobbi
Geislakobbi
Geislakobbi
Geislakobbi
Geislakobbi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is