Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Erigeron |
|
|
|
Nafn |
|
multiradiatus |
|
|
|
Höfundur |
|
(Lindl.) C. B. Clarke. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Geislakobbi |
|
|
|
Ætt |
|
Körfublómaætt (Asteraceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Rauðfjólublár/ hvirfill gulur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
30-40 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Langlífur fjölæringur. Blómstönglar allt að 40 sm háir, dúnhærðir eða hærðir, uppréttir eða skástæðir, blöðóttir.
|
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin mjúkhærð. Grunnlauf öfuglensulaga eða lensulaga, heilrend, gróftennt eða flipótt. Stöngullauf stilklaus, tennt eða ótennt.
Blómkörfur eru beytilegar að stærð allt að 5 sm í þvermál, ein eða fleiri á stöngulendanum, körfureifar striklaga og oddmjóar, reifablöðin hærð. Tungukrýndu blómin fjölmörg, bleikpurpura, mjó, 1-1,8 sm á lengd. Svifkrans með stutt, rauð þornhár. Aldin lítið eitt hærð.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Pakistan, Himalaja í 2400-4500m hæð |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, vel framræstur, frjór, fremur rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, 2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í steinhæðir, í fjölæringabeð, til afskurðar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð tegund og nokkuð algeng í görðum hérlendis, enda ljómandi falleg og auðræktuð. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Sumar plöntur sem ganga undir þessu nafni í görðum eru þó að öllum líkindum blendingar. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|