Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Ættkvísl |
|
Echinops |
|
|
|
Nafn |
|
sphaerocephalus |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gráþyrnikollur |
|
|
|
Ætt |
|
Körfublómaætt (Asteraceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur, gráhvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
September. |
|
|
|
Hæð |
|
150-200 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölær jurt, 50-200 sm hár, stönglar ógreindir eða greinóttir, skúmhærðir-lóhærðir, stundum kirtilhærðir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Laufin kirtil-dúnhærð eða með kirtlalaus hár og kirtilhár ofan og hvít-lóhærð neðan, aflöng-oddbaugótt til egglaga, greipfætt, 1-2 fjaðurskert, fliparnir þríhyrndir til lensulaga, jaðrar innundnir með stutta, granna þyrna. Körfur 3-6 sm í þvermál, gráar eða hvítar, reifar 15-25 mm, ytri reifaþornhárin styttri en eða jafnlöng og ytri reifablöðin, samvaxin eða ekki samvaxin við grunninn. Reifablöðin 16-20, lang-oddregin, lang-kögruð, þau ytri öfuglensulaga, um hálf lengd reifanna, miðreifarnar band-lensulaga, langyddar, smáblómin hvít eða grá. Þornhár svifhárakrans samvaxin að 1/3 við grunninn.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
M & S Evrópa - M Rússland |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, framræstur, meðalfrjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
3, H2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1,2 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Skipting, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, í skrautblómabeð, í þurrblómaskreytinar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Harðgerð-meðalharðgerð. Góð í þurrblómaskreytingar. Til í fjölmörgum eintökum, þau elstu talin hafa vaxið í Lystigarðinum frá 1957. Blómgast ekki fullkomlega í öllum árum og þroskar ekki fræ fremur en aðrir þyrnikollar hérlendis. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|