Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Dryopteris dilatata
Ættkvísl   Dryopteris
     
Nafn   dilatata
     
Höfundur   (Hoffm.) A. Gray
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dílaburkni
     
Ætt   Skjaldburknaætt (Dryopteridaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Burkni, fjölær.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími  
     
Hæð   80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Jarðstönglar uppréttir eða uppsveigðir, hreistur egg-lensulaga, dökkbrún til svört í miðjunni, ljósbrún til jaðranna.
     
Lýsing   Leggir laufa eru hálf lengd blöðkunnar eða eru jafn langir og blaðkan. Burknablöðin 7-100x4-40 sm, upprétt, útstæð, þríhyrnd-egglaga, þrífjaðurskipt, dökkgræn, lítið eitt kirtilhærð á neðra borði, bleðlarnir með legg, smábleðlar egglaga til aflangir, tenntir eða fjaðurflipótt.
     
Heimkynni   Ísland, Norðurhvel
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning gróa.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, sem stakstæð planta, í beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Harðgerð íslensk planta. Þolir illa næðing og þurrk. Gott að skýla að vetrinum.
     
Yrki og undirteg.   'Crispa', 'Whiteside', 'Grandiceps', 'Lepidota Critata' ofl. í ræktun
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is