Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Salix rorida
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   rorida
     
Höfundur   Laksch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Döggvavíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   5-6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur grábrúnn, gráleitur í fyrstu, krónan turnlaga eða kúlulaga. Ársprotar rauðbrúnir, hárlausir. Tveggja ára greinar hrímugur. Brum hárlaus.
     
Lýsing   Axlablöð engin eða ef þau eru til staðar eru þau egglaga eða breið-egglaga, sjaldan skakk-egglaga, allt að 4-8 mm, tennt. Laufleggur um 8 mm, laufblaðkan lensulaga, öfuglensulaga, 8-13 x 1-2 sm, hárlaus, ung eru hún dúnhærð, hrímug/döggvuð, mattgræn á efra borði, glansandi, fleyglaga við grunninn, jaðrar kirtilsagtenntir, langydd. Blómin koma á undan laufinu. Karlreklar sívalir, 1,5-3,5 x 1,8-2 sm, legglausir, stoðblöð svört efst, öfugegglaga-aflöng, grunnur stundum með 3-4 kirtla á hvorri hlið, lang dúnhærð. Hunangskirtlar karlblóma á efra borði, fræflar 2, 7-8,5 mm, frjóþræðir hárlausir. Kvenreklar sívalir, 3-4 x 1-1,5 sm, fullþroskaðir reklar allt að 5 sm langir. Stoðblöð eins og á karlreklunum. Hunangskirtlar kvenblóma um ½ lengd stoðblaðanna. Eggleg grænt, egglaga-keilulaga, 2-3 mm, hárlaus, leggur egglegs 1-1,5 mm, stíll 1-2 mm, styttri en egglegið, fræni tvíkleyft.&
     
Heimkynni   Japan, N Kína, Kórea, Mongólía, Rússland.
     
Jarðvegur   Sendinn, malarborinn, rakur eða lautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = en.wikipedia.org/wiki/Salix rorida, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=2&taxon-id200005998
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar. Fræi sáð strax og það er þroskað.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru skógar, fjöll, lækjarbakkar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta úr Síberíusöfnun (SÍB-23-11), kal 1-3.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is