Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Salix lasiandra
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   lasiandra
     
Höfundur   Benth.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lensuvíðir*
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti   Salix lucida Muhl.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulir karlreklar.
     
Blómgunartími   Apríl-júní.
     
Hæð   Allt að 6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hávaxinn runni eða lítið tré með grábrúnan börk, allt að 6 m hátt. Ársprotar rauðbrúnir og glansandi.
     
Lýsing   Laufin þykk, lensulaga eða egglensulaga, lang-odddregin, fín og reglulega bog-sagtennt, dökkgræn ofan, ljósari neðan, hárlaus eða verða hárlaus. Laufleggir með par af kirtlum við grunninn. Reklar koma um leið og laufin og eru á laufóttum stilkum. Stoðblöð ljós á lit, egglensulaga, lítil. Fræhýði ljósbrún, hárlaus með um 0,5 mm langan stíl. Fræflar um 5 talsins, dúnhærðir.&
     
Heimkynni   N & V N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Sendinn, blautur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 23, en.wikipedia.org/wiki/Salix-lucida
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð, í limgerði, í raðir. Náskyldur gljávíði (Salix pentandra).
     
Reynsla   Í tengslum við Lystigarðinn eru til 13 plöntur (A-687(3), A-697(3), A-710(3), A-716(3)). Allar kólu talsvert framan af en lítið eða ekkert síðar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is