Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Salix argyrocarpa
Ættkvísl   Salix
     
Nafn   argyrocarpa
     
Höfundur   Andersson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glansvíðir
     
Ætt   Víðiætt (Salicaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Frjóhnappar purpuralitir verða gulir.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   0,5-1,7 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Greinar rauðbrúnar eða brúnleitar, ekki eða mjög lítt bláleitar (mjög mikið glansandi), dúnhærðar eða verða hárlausar. Ársprotar gulbrúnir eða rauðbrúnir, ögn dúnhærðir.
     
Lýsing   Axlablöð engin eða mjög smá við fyrstu laufin. Laufleggir með grunna gróp á efra borði, 3-8 mm, (stundum með kirtla efst) dúnhærð á efra borði, stærstu laufblöðkurnar mjó-oddbaugóttar, mjó-aflangar eða öfuglensulaga, 25-65 x 7-15 mm, grunnur fleyglaga eða bogadreginn, jaðrar mjög innundnir, heilir eða bogtenntir, (kirtlar undir jaðrinum eða ofan á blöðkunni), laufin hvassydd, bogadregin eða odddregin. Laufin eru bláleit á neðra borði, (stundum hulin hárum), hærð eða með þétt silkihár eða ullhærð, (aðalæðastrengur gulur, áberandi, hárlaus eða dúnhærður), hærð (hvít, stundum líka ryðlit), bein eða bylgjuð, dálítið gljáandi á efra borði, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð einkum á miðstrengnum, (hárin hvít, stundum líka ryðlit) jaðrar grunnlaufa heilir, ungar blöðkur gullgrænar, lítt til nokkuð þétt lang-silkihærðar neðan, hárin hvít. Reklar koma um leið og laufin, karlblóm stinn eða hálf-kúlulaga, 10-21,5 x 6-10 mm, blómgreinar 1-8 mm, kvenblóm þétt eða í meðallagi þéttblóma, stinn til hálf-kúlulaga, 11-20,5(-25 með aldinum) x 5,5-17 mm, blómgreinar 1-13 mm, stoðblöð móleit, brún eða tvílit, 0,7-1,2 mm, bogadregin í oddinn, hærð á ytra borði, hárin bein. Karlblóm með hunangskirtil 0-0,6 mm að neðan, að ofan er hunangskirtillinn aflangur, mjóaflangur eða ferhyrndur, 0,4-1 mm, hunangskirtlar oftast strjálir, (stundum skálmyndaðir), frjóþræðir strjálir, frjóhnappar purpuralitir verða gulir, 0,4-0,5 mm langir. Fræva er með mjó-aflanga, aflanga eða kantaða hungnagskirtla á efra borði 0,3-1,1 mm, eggleg perulaga, trjóna mjókkar smám saman í stílinn, eggbú 12-13 í hverju egglegi, stíll 0,4-0,9 mm langir. Fræhýði 2-4 mm löng.&
     
Heimkynni   NA N-Ameríka (fjöll).
     
Jarðvegur   Blautur, sendinn.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445641, www.maine.gov/dacf/mnap/features/salixarg.htm,
     
Fjölgun   Sumar- og vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð. Er stundum ruglað við Salix glauca.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta/græðlingur frá 1983, þrífst vel, kelur lítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is