Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Salix |
|
|
|
Nafn |
|
argyrocarpa |
|
|
|
Höfundur |
|
Andersson |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Glansvíðir |
|
|
|
Ætt |
|
Víðiætt (Salicaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Frjóhnappar purpuralitir verða gulir. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-ágúst. |
|
|
|
Hæð |
|
0,5-1,7 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Greinar rauðbrúnar eða brúnleitar, ekki eða mjög lítt bláleitar (mjög mikið glansandi), dúnhærðar eða verða hárlausar. Ársprotar gulbrúnir eða rauðbrúnir, ögn dúnhærðir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Axlablöð engin eða mjög smá við fyrstu laufin. Laufleggir með grunna gróp á efra borði, 3-8 mm, (stundum með kirtla efst) dúnhærð á efra borði, stærstu laufblöðkurnar mjó-oddbaugóttar, mjó-aflangar eða öfuglensulaga, 25-65 x 7-15 mm, grunnur fleyglaga eða bogadreginn, jaðrar mjög innundnir, heilir eða bogtenntir, (kirtlar undir jaðrinum eða ofan á blöðkunni), laufin hvassydd, bogadregin eða odddregin.
Laufin eru bláleit á neðra borði, (stundum hulin hárum), hærð eða með þétt silkihár eða ullhærð, (aðalæðastrengur gulur, áberandi, hárlaus eða dúnhærður), hærð (hvít, stundum líka ryðlit), bein eða bylgjuð, dálítið gljáandi á efra borði, hárlaus eða lítið eitt dúnhærð einkum á miðstrengnum, (hárin hvít, stundum líka ryðlit) jaðrar grunnlaufa heilir, ungar blöðkur gullgrænar, lítt til nokkuð þétt lang-silkihærðar neðan, hárin hvít.
Reklar koma um leið og laufin, karlblóm stinn eða hálf-kúlulaga, 10-21,5 x 6-10 mm, blómgreinar 1-8 mm, kvenblóm þétt eða í meðallagi þéttblóma, stinn til hálf-kúlulaga, 11-20,5(-25 með aldinum) x 5,5-17 mm, blómgreinar 1-13 mm, stoðblöð móleit, brún eða tvílit, 0,7-1,2 mm, bogadregin í oddinn, hærð á ytra borði, hárin bein.
Karlblóm með hunangskirtil 0-0,6 mm að neðan, að ofan er hunangskirtillinn aflangur, mjóaflangur eða ferhyrndur, 0,4-1 mm, hunangskirtlar oftast strjálir, (stundum skálmyndaðir), frjóþræðir strjálir, frjóhnappar purpuralitir verða gulir, 0,4-0,5 mm langir. Fræva er með mjó-aflanga, aflanga eða kantaða hungnagskirtla á efra borði 0,3-1,1 mm, eggleg perulaga, trjóna mjókkar smám saman í stílinn, eggbú 12-13 í hverju egglegi, stíll 0,4-0,9 mm langir. Fræhýði 2-4 mm löng.& |
|
|
|
Heimkynni |
|
NA N-Ameríka (fjöll). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Blautur, sendinn. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
|
|
|
|
Heimildir |
|
= www.efloras.org/florataxon.aspx?flora-id=1&taxon-id=242445641, www.maine.gov/dacf/mnap/features/salixarg.htm, |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar- og vetrargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð. Er stundum ruglað við Salix glauca. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta/græðlingur frá 1983, þrífst vel, kelur lítið. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|