Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Rhamnus catharticus
Ættkvísl   Rhamnus
     
Nafn   catharticus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Geitastafur
     
Ætt   Hrökkviðarætt (Rhamnaceae).
     
Samheiti   Cervispina cathartica (L.) Moench.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulgrænn.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   Allt að 6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eða lítið tré, allt að 6 m hár og 3 m í þvermál. Greinar grágrænar eða brúnar, þyrnóttar.
     
Lýsing   Laufin 3-7 sm, sumargræn, með lauflegg, egglaga til oddbaugótt, æðastrengir í 2-5 pörum, hvassydd eða snubbótt, hárlaus eða ögn hærð að neðra borði, jaðrar með 40-70 litlar tennur á hvorri hlið, laufleggur allt að 2 sm langur. Blómskipun með 10-15 blómum, í knippum. Blómin 4-5 mm, bjöllulaga, 4-deild, gulgræn. Bikarflipar þríhyrndir-lensulaga, yddir. Aldin 6-8 mm í þvermál, hnöttótt, glansandi-svört, fræ 3 talsins, 3-4 mm í þvermál.
     
Heimkynni   Evrópa, N Afríka, V Asía.
     
Jarðvegur   Frjór, fremur rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   = 1, www.pfaf.org/User/Plant.aspx?LatinName=Rhamnus+cathartica
     
Fjölgun   Fræi er sáð í sólreit að haustinu, geymt fræ þarf að forkæla í 1-2 mánuð við +5°C. Síðsumargræðlingar, sveiggræðsla.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð trjá- og runnabeð, í limgerði. Blómin eru í sérbýli, þ.e. blómin eru annað hvort kvenkyns eða karlkyns og aðeins að finna á sitt hvorri plöntunni. Þess vegna verður að rækta runna af báðum kynjum til að fá fræ. Planta frjóvgar sig ekki sjálf.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1987 og ein sem sáð var 1989, tvær hinar fyrrrnefndu voru gróðursettar í beð 1988 og sú þriðja 1992. Allar hafa kalið nokkuð.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is