Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Digitalis lutea
Ættkvísl   Digitalis
     
Nafn   lutea
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gulbjörg
     
Ætt   Grímublómaætt (Scrophulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Ljósgulur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   50-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 60-100 sm há, hárlaus eða ögn dúnhærð.
     
Lýsing   Lauf öfuglensulaga, með ógreinilegar tennur. Blómklasinn nokkuð þéttur, með mörg blóm. Bikarflipar band-lensulaga, hvassyddir, kirtilrandhærðir. Krónan 9-25 mm, fölgul til hvít, efri vörin tvískipt, hliðarflipar neðri varar egglaga, miðflipinn 6 mm, egglaga eða oddbaugóttur.
     
Heimkynni   V og VM Evrópa til S Ítalíu og NV Afríku.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, frjór, fremur þurr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í beð á skýldum stöðum.
     
Reynsla   Meðalharðgerð-harðgerð, sérkennileg og falleg planta sem óx lengi í Lystigarðinum. (H. Sig.).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is