Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Narcissus cyclamineus ‘Tčte-ŕ-Tčte’
Ćttkvísl   Narcissus
     
Nafn   cyclamineus
     
Höfundur   DC.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Tčte-ŕ-Tčte’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Febrúarlilja
     
Ćtt   Páskaliljućtt (Amaryllidaceae).
     
Samheiti   (N. × cyclamineus)
     
Lífsform   Laukur, fjölćr.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósgul, hjákróna ljósappelsínugul.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   -20 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Oftast eitt blóm á stilk, blómhlífarblöđ aftursveigđ, blóm mynda hvasst horn viđ stilkinn.
     
Lýsing   Fleiri en eitt blóm á stöngli. Smávaxnar plöntur, allt ađ 20 sm háar. Blómhlífarblöđin gul, fremur ljós, aftursveigđ, hjákrónan lúđurlaga, löng, jafnlöng og blómhlífarblöđ, víkkar lítiđ út, ljósappelsínugul. Verđlaunayrki sem kom fram um 1949, er mjög blómviljugt.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Léttur, lífefnaríkur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1, Upplýsingar af umbúđunum og af netinu: Van Engelen Inc.
     
Fjölgun   Hliđarlaukar.
     
Notkun/nytjar   Í gróđurskála, í beđ međ hlýjum veggjum.
     
Reynsla   Reynsla lítil, líklega skammlíf nema alveg upp viđ húsveggi, ţ.e. vestan-, sunnan- eđa austanundir ţeim, ţar lifir hún árum saman.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is