Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Narcissus 'Golden Harvest'
Ættkvísl |
|
Narcissus |
|
|
|
Nafn |
|
|
|
|
|
Höfundur |
|
|
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Golden Harvest' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Skírdagslilja |
|
|
|
Ætt |
|
Páskaliljuætt (Amaryllidaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Laukur, fjölær. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gulur, hjákrónan gul. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní. |
|
|
|
Hæð |
|
- 40 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Eitt blóm á stilk, hjákróna jafnlöng eða lengri en blómhlífarblöðin. |
|
|
|
Lýsing |
|
Stórblóma yrki frá því um 1927. Hefur verið kynbætt síðan og er enn ein algengasta trompetliljan á marknaðinum. Blómhlífarblöðin gul, skarast neðst, hjákrónan gul, stór lúðurlaga og lengri en blómhlífin, víkkar mikið út efst, er bylgjuð og smáflipótt í kantinn. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, lífefnaríkur, frjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
4 |
|
|
|
Heimildir |
|
Upplýsingar á umbúðum laukanna og Jefferson- Brown 1991: Narcissus |
|
|
|
Fjölgun |
|
Hliðarlaukar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í fjölæringabeð, undir tré eða runna, í beðkanta og víðar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur frá 1996 og 2002, laukar keyptir í blómabúð. Þrífast vel (2011). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|