Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Dicentra formosa
Ættkvísl   Dicentra
     
Nafn   formosa
     
Höfundur   (Haw.) Walp.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dverghjarta
     
Ætt   Reykjurtaætt (Fumariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauðpurpura til gulur, sjaldan hvítur.
     
Blómgunartími   Júní-september.
     
Hæð   50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Dverghjarta
Vaxtarlag   Laufin eru grunnlauf, þríhyrnd að ummáli, 15-55 x 8-35 sm, bláleit neðan.
     
Lýsing   Laufleggurinn 5-40 sm, smálauf aflöng, skert,15-80 x 4x50 mm. Blómin hangandi, í 2-30 blóma skúfum. Krónan bleik-purpura til gul, sjaldan hvít, hjartalaga. Ytri krónublöð 12-24 x 3-6 mm, sekklaga við grunninn, oddarnir balsveigðir um 2-4 mm, útstæðir, sporar 2-3 mm. Innri krónublöðin 12-22 x 2-4 mm, kambur útstæður um 1-2 mm.
     
Heimkynni   V N Ameríka.
     
Jarðvegur   Frjó garðmold.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Skipting að vori eða hausti, græðlingar úr blaðöxlum að sumri.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í steinhæðir, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð jurt, sem helst falleg allt sumarið, mjög góð garðplanta.
     
Yrki og undirteg.   'Adrian Bloom' og 'Bountiful' eru sortir sem eru fallegri og blómsælli en aðaltegundin, einkum sú síðarnefnda.
     
Útbreiðsla  
     
Dverghjarta
Dverghjarta
Dverghjarta
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is