Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Hypericum montanum
Ættkvísl   Hypericum
     
Nafn   montanum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallagullrunni
     
Ætt   Gullrunnaætt (Hypericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Fölgulur
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hæð   20-80 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 20-80 sm há. Stönglar uppréttir, hárlausir. Laufin 2-7 x 1-3 sm, legglaus, egglaga til lensulaga eða aflöng-oddbaugótt, bogadregin í oddinn, grunnur bogadregin til hjartalaga við grunninn. greypfætt, jaðrar sléttir, dálítið ljósari neðan og hrjúf, ekki bláleit, fremur pappírskennd, þunn, þétt netstrengjótt.
     
Lýsing   Blómin 1,5-2,5 sm í þvermál, stjörnulaga, 5-deild frá 1-4 stöngulliðum, blómskipunin samþjöppuð, stutt-sívöl til hálfsveiplaga, eyrnablöð stoðblaðanna kirtil-randhærð. Bikarblöð 4-6 mm, mjó aflöng, ydd, jaðrar kirtil-randhærðir. Krónublöð 8-12 mm, fölgul, ekki með rauðleita slikju, oddbaugótt. Fræflar um 0,65x krónublöðin, fræflar 3 og 3 í knippi. Stílar 3 talsins, 3-5 mm, stílar 1,2-1,35x eggleg. Eggleg ekki samvaxin, útstæð. Olíukirtlar á hýðunum eru bandlaga.
     
Heimkynni   V & M Evrópa, M Rússland.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, magur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skiptin, sáning að vorinu.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í steinhæðir, í hleðslur, í kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til ein gömul planta sem þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is