Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Philadelphus microphyllus
Ættkvísl   Philadelphus
     
Nafn   microphyllus
     
Höfundur   A. Gray
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallakóróna*
     
Ætt   Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   - 1-1,2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, lágvaxinn, uppréttur, fíngerður runni, allt að 1 m hár. Ársprotar með aðlæga dúnhæringu. Börkur á annars árs greinum kastaníubrúnn, glansandi, fer fljótlega að flagna. Axlabrumin hulin.
     
Lýsing   Lauf 1-1,5 × 0,5-0,7 sm, egglaga-oddbaugótt eða stundum lensulaga, heilrend og randhærð, hárlaus eða verður hárlaus ofan, með mjúkan hárflóka á neðra borði, snubbótt við grunninn, hvassydd eða snubbótt. Blómgreinar 1,5-4 sm, með 1 eða 2 hreinhvít blóm, sem ilma mjög mikið. Blómin eru með 4 krónublöð sem mynda kross og eru um 3 sm breið. Bikarblöðin eru lensulaga. Fræflar um 32 talsins. Fræin eru með mjög stuttan hala.
     
Heimkynni   SV Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, meðalfrjór, þurr eða rakur, vel framræstur. Sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, græðlingar, sveiggræðsla. Fræ þarf 1 mánaðar forkæling. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þeim plantað hverri í sinn pott og hafðar í gróðurhúsi næsta vetur. Gróðursetjið þær á framtíðastaðinn næsta vor eða snemmsumars þegar frosthætta er liðin hjá. Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir af hliðagreinum í ágúst og settir í skyggðan sólreit. Gróðursetjið að vorinu. Flestir rætast. Vetrargræðlingar , 15-20 sm langir með hæl, eru teknir í desember (erlendis) og settir í skjólgott beð utan dyra. Margir þeirra rætast. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð, sem stakstæður runni. Auðræktaður runni, þrífst í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en blómstrar miklu meita í miklu sólskini. Mjög skrautleg planta með ilmandi blóm. Þolir allt að – 20°C. Blómstrar oft lítið þegar sumrin eru svöl. Blómin eru með sætan ananasilm. Runnin þolir vel snyrtingu Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega og hvetja þar með til vaxtar nýrra greina og meiri blómgunar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og gróðursett í beð 2004 og önnur planta sem sáð var til 2009, er í sólreit 2013.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is