Jón Helgason - úr ljóðinu Á Rauðsgili
Hugrökk teygist á háum legg
hvönnin fram yfir gljúfravegg,
dumbrauðu höfði um dægrin ljós
drúpir hin vota engjarós.


Physocarpus opulifolius v. intermedius
Ættkvísl   Physocarpus
     
Nafn   opulifolius
     
Höfundur   (L.) Maxim.
     
Ssp./var   v. intermedius
     
Höfundur undirteg.   (Rydb.) B.L.Rob.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðakvistill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Ungar greinar hárlausar eða næstum hárlausar.
     
Lýsing   Lauf oddbaugótt-bogadregin, allt að 6 sm, ögn stjörnudúnhærð neðan, flipar snubbóttir, tvítenntir. Blómin 12 mm í þvermál, í þéttum hálfsveipum, blómleggir og bikar stjörnudúnhærðir til næstum hárlausir. Fræhýðin stjörnulóhærð.
     
Heimkynni   Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í runnabeð, í kanta á runnabeðum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1996 og gróðursett í beð 2000, kelur lítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is