Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Physocarpus opulifolius ´Diabolo‘
Ættkvísl   Physocarpus
     
Nafn   opulifolius
     
Höfundur   (L.) Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ´Diabolo‘
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Garðakvistill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Vex best í fullri sól á norðlægum svæðum.
     
Blómlitur   Bleikhvítur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Líkur tegundinni, uppréttur með útbreiddar greinar, dálítið grófgerður, lauffellandi runni, sem er náskyldur ættkvíslinni Spiraea. Runninn verður venjulega 1,2-2,4 m (sjaldnar allt að 3 m) hár. Börkurinn flagnar af gömlum greinum, rifnar af í ræmum og skilur eftir allmörg lög af rauðleitum til ljósbrúnum innri berki. Börkurinn er mjög fallegur að vetrinum en er yfirleitt falinn bak við laufið að sumrinu.
     
Lýsing   Blómin lítil, bleik-hvít, með fimm krónublöð, blómin eru í þéttum, flötum, kúlulaga, 2,5-5 sm breiðum hálfsveip, sem kemur síðla vors. Að blómgun lokinni koma drúpandi klasar af rauðleitum aldinum (íflötum fræhýðum). Laufin eru egglaga-kringluleit, oftast 3-5 flipótt, allt að 10 sm löng, dökkpurpura. Purpuralit laufin hafa tilhneigingu til að verða græn í heitum sumrum í heitu loftslagi þegar líður á sumarið.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Jarðvegur þurr eða meðalrakur, leirkenndur, grunnur, grýttur.
     
Sjúkdómar   Engir alvarlegir sjúkdómar eða skordýraplágur hrjá plöntuna.
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1, http://www.missouribotanicalgarden.org
     
Fjölgun   Sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakar plöntur eða í þyrpinga, í kanta á runnabeðum, í limgerði, í skjólbelti, Kröftugur runni sem virðist geta vaxið vel við erfiðar aðstæður. Snyrt eftir þörfum strax að blómgun lokinni. Það má klippa plöntuna alveg niður að vetrinum, ef ætlunin er að yngja hana upp.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 2001 og önnur sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004 og ein sem var sáð til 2005, er í sólreit. Óvíst er hvort plönturnar séu undir réttu nafni.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is