Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Genista tinctoria
Ættkvísl   Genista
     
Nafn   tinctoria
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lithrís
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gullgulur
     
Blómgunartími   Sumar
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Mjög breytileg tegund. Uppréttur eða uppsveigður runni, þyrnalaus, allt að 2 m hár.
     
Lýsing   Lauf allt að 5 × 1,5 sm, heil, legglaus, oddbaugótt, lensulaga eða öfugegglaga, skærgræn, jaðrar hárlausir, randhærðir. Blómin mörg í ógreindum eða greinóttum klasa á greinaendunum, gullgul. Smástoðblöð allt að 1 mm, bandlaga. Blómleggir allt að 2 mm. Bikar allt að 7 mm, hárlaus, fáni allt að 12 mm, breiðegglaga, hárlaus, kjölur og vængir jafn langir og fáninn. Kjölur hárlaus. Aldin allt að 3,5 sm, mjóaflöng, oftast hárlaus, með 4-10 fræ.
     
Heimkynni   Mestur hluti Evrópu.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1995 og gróðursett í beð 2002.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is