Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Astragalus norvegicus
Ættkvísl   Astragalus
     
Nafn   norvegicus
     
Höfundur   Grauer
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettahnúta
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Móblár, (sjaldan móhvítur).
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   15-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 15-20 sm há, stönglar stinnir.
     
Lýsing   Lauf með um það bil 6 smálaufapör, verða fljótt hárlaus líka á neðra borði. Blómskipun aflöng, Bikartennur um ¼ af bikarpípunni, tennurnar snubbóttar, Krónan móblá, (sjaldan móhvít). Vængir skástæðir í blóminu og um 2 mm lengri en kjölurinn. Belgir hangandi, með svart hár.
     
Heimkynni   Austurríki, Slóvenía, N Evrópa, Evrópu-hluti Rússlands.
     
Jarðvegur   Sendinn, grýttur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 9, http://en.hortipedia
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beðkanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni 2013, sem var sáð til 2010 og gróðursett í beð 2011. Tegundin hefur verið af og til í Lystigarðinum, en lognast út af með tíð og tíma. Sáð var til tegundarinnar 1987 og 1994, gróðursett í beð 1996, drapst. Ein til viðbótar sem sáð var til 2003, gróðursett í beð 1994, dauð 2007.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is