Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Ættkvísl |
|
Betula |
|
|
|
Nafn |
|
maximowicziana |
|
|
|
Höfundur |
|
Regel |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Silfurbjörk |
|
|
|
Ætt |
|
Bjarkarætt (Betulaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur til kakóbrúnn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors-snemmsumars |
|
|
|
Hæð |
|
8-10 m (- 15 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
Hraðvaxta |
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Meðalstórt til stórt tré sem getur orðið allt að 30 m hátt heimkynnum sínum en mun lægra hérlendis. Vex fremur hratt, krónan gisin, stofn dökkbrúnn meðan trén eru ung, verður gráleitur með tímanum. Börkur þunnur, flagnar, grár og hvítur. Ársprotar dökk rauðbrúnar, hárlausir, glansandi. Trén eru pýramídalaga þegar þau eru ung en verða breiðari þegar fram líða stundir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 8-14 × 6-10 sm, breið-egglaga, hvassydd til stuttodddregin, grunnur djúphjartalaga, laufin djúpsagtennt, dökkgræn, gullgul að haustinu oft með rauða æðastrengi, langhærð á ungum trjám í fyrstu. Æðastrengir í 10-12 pörum, ná út fyrir laufbrúnina. Laufleggir 3 sm, sveigjanlegir, sem gerir að verkum að laufin bærast auðveldlega fyrir vindi. Stór, hjartalaga laufin verða skærgul á haustin. Silfurbjörkin er með stærstu laufin í Betula ættkvíslinni, þau verða stundum meira en 12 sm löng. Karlreklar 10-12 sm. Þroskaðir kvenreklar 3-7 sm × 6-7 mm, 3-5 saman, hangandi, sívalir. Rekilhreistur með mjóan miðflipa, hliðaflipar standa út úr reklunum, fliparnir hárlausir. Smáhnotir 3 mm, vængir 2-3 × breiðari en hnotin. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Japan |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z6 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.barcham.co.uk |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstætt tré, í þyrpingar, beð |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|