Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Euonymus |
|
|
|
Nafn |
|
sanguineus |
|
|
|
Höfundur |
|
Loes ex Diels. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Dreyrabeinviður* |
|
|
|
Ætt |
|
Beinviðarætt (Celastraceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Euonymus monbeigii, E. sanguineus v. brevipedunculatus, E. sanguineus v. camptoneurus, E. sanguineus v. lanceolatus, E. sanguineus v. laxus, E. sanguineus v. orthoneurus, E. sanguineus v. pachyphyllus. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur, rauðmengaður. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðla vors - snemmsumars. |
|
|
|
Hæð |
|
1-2 m (- 3,5 m) |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi runni eða lítið tré. Greinar rauðmengaðar þegar þær eru litlar, hárlausar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf gagnstæð, heil, allt að 10 sm, egglaga-aflöng til breiðoddbaugótt, snarp-, þétt- og smásagtennt, með lauflegg, dökkgræn, nývöxtur rauðmengaður, með rauða slikju að haustinu og mjög langæ. Æðastrengir mynda fín-netæðótt mynstur. Skúfur 3-16 blóma, blómskipunarleggur langur, blóm 4-deild, hvít, rauðmenguð. Skrautleg græn fræhýði koma að sumrinu. Blómin tvíkynja (eru bæði með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Aldin dálítið flipótt, allt að 2,5 sm, í þvermál. Vængir allt að 8 mm, láréttir, fræ svart, frækápa appelsínugul. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Asía (Kína, SA Tíbet). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Léttur, sendinn-leirborinn, meðalrakur til rakur, sýrustig skiptir ekki máli. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
5 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org, http://en.hortipedia.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem stakstæður runni, í beð, í þyrpingar.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004. Runninn er eitraður. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|