Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Daphne oleoides
Ættkvísl   Daphne
     
Nafn   oleoides
     
Höfundur   Schreb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grásproti
     
Ætt   Týsblómaætt (Thymelaeaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Rjómahvítur
     
Blómgunartími   Sumar
     
Hæð   Um 50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn, gleiðgreindur runni, allt að 50 sm hár. Ungir sprotar dúnhærðir, verða hárlausir með aldrinum.
     
Lýsing   Lauf 2-3 sm, stakstæð, strjál, oddbaugótt til öfugegglaga, oddur snubbóttur eða hvassyddur, hárlaus ofan, dúnhærð neðan í fyrstu, síðan kirtildoppótt. Blóm oftast ilmandi, allt að 8 í endastæðum hnoðum. Bikar oftast rjómahvítur, hjá nokkrum formum rauðbleikur, pípan dúnhærð utan, flipar 7 mm, egglaga eða lensulaga, ydd. Aldin appelsínugul, dúnhærð.
     
Heimkynni   S Evrópa, N Afríka, Litla Asía, Afganistan, Himalaja
     
Jarðvegur   Meðalleirkenndur og mikið leirblandinn jarðvegur er hentugur, pH skiptir ekki máli. Getur vaxið í hálfskugga, helst þar sem jarðvegur er rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargrælingar
     
Notkun/nytjar   Stakstæður, í framræst beð, í þyrpingar, í beðjaðra, upphækkuð beð.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum og er fremur viðkvæm. Lýsing tegundar höfð hér til samanburðar við Daphne kosaninii.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is