Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Crataegus okanaganensis
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   okanaganensis
     
Höfundur   J.B. Phipps & O'Kennon
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glansþyrnir*
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   Crataegus okennonii ssp. wellsii, Crataegus okanaganensis var. wellsii
     
Lífsform   Lauffellandi runni - lítið tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   3-6 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runni-lítið tré, 3-6 m hár, ársprotar milli eða dökkbrúnir, smágreinar (nývaxnar) með strjála dúnhæringu.
     
Lýsing   Þyrnar sterklegir, 2-4 sm langir, glansandi dökkbrúnir meðan þeir eru ungir, bogsveigðir. Laufleggir 1-2 sm langir með strjála dúnhæringu, kirtlalausir eða með smáa svarta kirtla í fyrstu. Blaðkan 3,5-6 sm löng, egglaga eða eggtígullaga eða sjaldan breiðoddbaugótt til mjóegglaga, með 3-4 hvassydda flipa á hvorri hlið, jaðrar tvítenntir, 4-5 æðastrengir hvoru megin, dálítið greyptar ofan, með þétt aðlæg hár neðan í fyrstu, en þau fara af með aldrinum. Dúnhæringin er helst á æðastrengjum á neðra borði. Laufin eru dálítið leðurkennd, glansandi á efra borði einkum þegar þau eru ung, lauf í vexti rauðleit, bronslit að haustinu. Blómskipunin hvelfdur skúfur, með 10-20 blómum, greinarnar mismikið ullhærðar, með kirtildoppur, stoðblöð skammæ, bandlaga með kirtla á jöðrunum. Blóm 12-15 mm í þvermál, áberandi bollalaga í fyrstu. Blómbotn með ullhæringu aðeins neðst eða alveg hárlaus. Krónublöð meira eða minna kringlótt, hvít. Fræflar 10, frjóhnappar beinhvítir eða stundum mjög fölbleikir. Fræva og stílar 2-3(-4). Aldin 8 mm í þvermál, venjulega flöskulaga, hárlaus, rauð í fyrstu seinna vínrauð til djúppurpura (stöku sinnum svört). Við góðar aðstæður eru þau með upprétta-skástæða bikarflipa en stundum eru þeir stuttir og baksveigðir. Fræ 2-3, rákótt á bakhliðinni, hliðflöt, bústin eða grunnt trosnuð.
     
Heimkynni   N Ameríka. (Okanagan dalur).
     
Jarðvegur   Sendinn, meðalfrjór, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   hppt://plants.jstor.org; biolgy.burkemuseum.org/herbarium/waflora/checklist.php?Family
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2005 og er í sólreit 2013.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is