Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Delphinium Pacific Gigant hybr.
Ćttkvísl   Delphinium
     
Nafn   Pacific Gigant hybr.
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Riddaraspori
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ýmsir litir, fjólublár, blár, hvítur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hćđ   75-150 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Riddaraspori
Vaxtarlag   Svipađir 'Elatum' yfirleitt mjög hávaxnar tegundir.
     
Lýsing   Blómin hálffyllt í mörgum litbrigđum í löngum, ţéttum klösum á sterkbyggđum stilkum. Blöđin stór, handskipt, tennt.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Djúpur, frjór og fremur rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   # www.thompson-morgan.com/flowers/flowerseeds/perennial-and biennial-seeds/delphinium-hybridum-pacific-giants-mixed/2907TM
     
Fjölgun   Skipting, sáning, grćđlingar međ hćl ađ vori.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstćđ planta, í rađir, í skrautblómabeđ.
     
Reynsla   Međalharđgerđar sortir, oft fremur skammlífar og oftar en ekki rćktađar sem einćrar, einkenni sorta haldast vel hjá frćplöntum. (Undir D. x cultorum 'Pacific Gigant' í bók HS).
     
Yrki og undirteg.   'Black Knight' dökkfjólublár, 'Astolat' rósrauđur, 'Galahad' hvítur, 'Blue Dawn' dökkblár međ hvítt auga, 'King Arthur' dökkfjólublár međ hvítt auga, 'Blue Springs' blár.
     
Útbreiđsla  
     
Riddaraspori
Riddaraspori
Riddaraspori
Riddaraspori
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is