Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Cotoneaster frigidus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   frigidus
     
Höfundur   Wall. ex Lindl.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallmispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni - lítið tré
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   2-5 m (-10 m)
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eða lítið tré með skástæðar, uppréttar greinar. Nær allt að 10 m hæð í heimkynnum sínum og verður álíka breiður.
     
Lýsing   Lauf allt að 12 sm, oddbaugótt til oddbaugótt-aflöng eða aflöng-öfugegglaga, mattgræn, ullhærð á neðra borði í fyrstu. Blómin allt að 8,5 mm í þvermál, hvít, í knippum, sem eru allt að 7,5 sm í þvermál. Blómin eru tvíkynja og eru frævuð af flugum. Aldin allt að 5 mm, breið-sporvala, ljósrauð. Aldinin laða að fugla að vetrinum. Hvert aldin með 2 smáhnetur/fræ.
     
Heimkynni   A Asía - Himalaja. Runnaþykkni og árbakkar einkum í Nepal, 2200-3400 m h.y.s. frá Utar Pradesh til SV Kína. Árdalir, skógar lauftrjáa í hlíðum í 2800-3300 m h.y.s. í Tíbet.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn jarðvegur, meðalfrjór til frjór, vel framræstur, þurr eða rakur. Sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar   Er viðkvæmur fyrir hunangssvepp (Armillaria mellea).
     
Harka   7
     
Heimildir   1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Saning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Þyrpingar, raðir, í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafnu, sem sáð var til 2008, er í sólreit 2012.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is