Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Cotoneaster dammeri v. radicans
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   dammeri
     
Höfundur   C.K. Schneid.
     
Ssp./var   v. radicans
     
Höfundur undirteg.   (Dammer ex C.K. Schneid.) C.K. Schneid.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Breiðumispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hálfsígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði   Meðal
     
 
Vaxtarlag   Jarðlægur sígrænn til hálfsígrænn runni, allt að 45 sm hár og 180 sm breiður, þekjurunni. Langar, drúpandi greinar, greinaendar með strjála dúnhæringu, verða hárlausir. Greinabyggingin minnir á fiskidálk. Börkur er þunnur, rauðbrúnn, ungar greinar dúnhærðar.
     
Lýsing   Lauf minni en á aðaltegundinni, 1-1,5 sm, egglaga til öfugegglaga, bogadregin í oddinn og oft framjöðruð. Blóm 1-3, en oftast tvö og tvö saman.
     
Heimkynni   M Kína
     
Jarðvegur   Vel framræstur, frjór jarðvegur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.hort.uconn.edu
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Í ker, í brekkur, í steinhæðir, í þyrpingar, sem þekjurunni og á veggi. Talinn vindþolinn.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1999 og gróðursett í beð 2001. Harðger, þrífst vel, kelur ekkert.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is