Málsháttur Mjór er mikils vísir.
|
Ættkvísl |
|
Alnus |
|
|
|
Nafn |
|
incana |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Monch |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. rugosa |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Du Roi) R.T.Clausen |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Gráölur (gráelri) |
|
|
|
Ætt |
|
Bjarkarætt (Betulaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Alnus rugosa (Du Roi) Spreng. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi tré eða runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól, hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Karlreklar grænir, kvenreklar rauðgrænir. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Snemma vors. |
|
|
|
Hæð |
|
- 6 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi tré eða oftast brúskkenndur runni, allt að 6 m hár, greinar hárlausar eða með ryðlit dúnhár á víð og dreif, stundum límkennd. Greinar milli-grábrúnar til rauðbrúnar, floskenndar, með ljósari korkbletti, brum með legg. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf stakstæð, 5-12 sm, egglaga eða oddbaugótt, bogadregin í oddinn eða ydd, grunnur bogadreginn eða blaðkan mjókkar smám saman niður, jaðrar grunnflipóttir og fín-tvísagtenntir, blaðkan hárlaus ofan, mattgræn, ljósari, dúnhærð eða hárlaus neðan, æðastrengir með brúna dúnhæringu. Blómin einkynja, fáein saman. Karlreklar allt að 10 sm langir, á hárlausum greinum, kvenreklar uppréttir, 1-1,5 sm, rauðgrænir, koma snemma vors, 4-10 saman, reklar efst á greinunum legglausir, neðstu reklar með leggi. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Kanada, NA Bandaríkin. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Magur, rakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.wildflower.org, http://dendro.cnre.vt.edu |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sem stök tré, í þyrpingar.
Gráerli er með hnúða á rótunum sem vinna nítur úr andrúmsloftinu. -- Gróðursettar til skrauts meðfram vötnum og á vatnsbökkum. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 1987 og gróðursettar i beð 2000 og 2001, þrífast fremur illa og ein sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2004. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|