Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Alnus incana ssp. kolaensis
Ættkvísl   Alnus
     
Nafn   incana
     
Höfundur   L.) Monch.
     
Ssp./var   ssp. kolaensis
     
Höfundur undirteg.   (Orlova) Á. Löve & D. Löve
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gráölur (gráelri)
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni eða llítið tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Karlblóm mógræn, kvenblóm rauðleit-græn.
     
Blómgunartími   Snemma vors.
     
Hæð   - 4 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni eða lítið tré, 0,5-4 m hátt, með gulgráan börk. Ársprotar hærðir eða um það bil hárlausir, ekki límkenndir.
     
Lýsing   Lauf ydd eða bogadregin, mattgræn á báðum hliðum, ögn ljósari á neðra borði. Lauf hvasstennt til bogtennt, bogadregin í toppinn, hárlaus neðan eða með dálitla hæringu á æðastrengjunum, lítið eitt límkennd. Kvenrekla næstum legglausir. Vængir á hnotum um 1 mm breiðir.
     
Heimkynni   Fennoskandía og Kólaskagi.
     
Jarðvegur   Magur, rakur eða ekki rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   9, http://en.wikibooks.org, http://herba.msu.ru
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2002 og er enn í reit 2011, lofar góðu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is