Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Acer rubrum
Ættkvísl   Acer
     
Nafn   rubrum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Reyðarhlynur
     
Ætt   Hlynsætt (Aceraceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi tré.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Dökkrauður- appelsínugulur.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré sem verður allt að 40 m hátt í heimkynnum sínum. Krónan gisin, greinar hárlausar og skærrauðar á fyrsta ári, með margar litla korkbletti.
     
Lýsing   Lauf 3-5 flipótt, 6-10 sm löng, mis skörðótt, sagtennt, ydd, dökkgræn ofan, bláleit neðan. Haustlitir fagurrauðir og appelsínugulir. Blómin falleg, dökkrauð með krónublöð sem koma á undan laufinu. Fræflar ná langt út úr blóminu. Vængir mætast í hvössu horni.
     
Heimkynni   A N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Rakur og súr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   1,7, http://hort.uconn.edu.
     
Fjölgun   Sáning strax og fræin hafa náð fullum þroska eða eftir að þau hafa verið forkæld.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstæð tré.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001, er í sólreit 2012, lofar góðu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is