Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Lewisia columbiana ‘Rosea’
Ættkvísl   Lewisia
     
Nafn   columbiana
     
Höfundur   Howell. ex A. Gray) Robinson
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Rosea’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Geislablaðka
     
Ætt   Grýtuætt (Portulacaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígræn, fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Purpura, skær rósbleikur.
     
Blómgunartími   Maí-júlí.
     
Hæð   - 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígræn planta. Snotur blaðhvirfing, mjó, dökkgræn lauf. Grannur, langur stöngull vex upp úr hvirfingunni.
     
Lýsing   Plantan ber mörg, purpuralit, rauðrófupurpura eða skær rósbleik blóm. Þrífst best í hálfskugga, í rökum en vel framræstum jarðvegi. Er álitin af sumum vera sama og L. columbiana ssp. rupicola, en er þéttavaxnari og nettari í vextinum. Þessi einkenni erfast frá einni kynslóð til hinnar næstu.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1,22
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í skriðubeð, í hlaðna steinveggi.
     
Reynsla   Þrífst vel í Lystigarðinum, ber falleg blóm og sáir sér dálítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is