Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Drymocallis geoides
Ættkvísl   Drymocallis
     
Nafn   geoides
     
Höfundur   (M. Bieb.) Soják
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Grikkjamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Potentilla geoides M. Bieb., Geum ponticum Lehm.. Geum potentilloides Pall.
     
Lífsform   Fjölær jurt
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   - 15 sm
     
Vaxtarhraði   Réttar: Potentilla geoides sjá þar.
     
 
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Mjúk-stinnhærður, þýfður, fjölæringur, 10-15 sm hár, límkenndur. Grunnlauf með langan legg, fjöðruð. Smálauf í 3-4 pörum, kringluleit, sagtennt. Legglauf þrífingruð. Blómin bjöllulaga, krónublöð öfugegglaga, gul.
     
Heimkynni   Kákasus, A Europa.
     
Jarðvegur   Magur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.kadel.cz
     
Fjölgun   Sáning, skipting. Hægt er að taka græðlinga síðsumars og á haustin. Sáð að vori, fræ rétt aðeins þakið. Spírar á 1-3 mánuðum við 18-20 °C.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir.
     
Reynsla   Mjög stutt reynsla, plöntunni var sáð 2010 og gróðursett í beð 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is