Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Potentilla dickinsii
Ćttkvísl   Potentilla
     
Nafn   dickinsii
     
Höfundur   Franchet & Savatier
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Völumura
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   Potentilla ancistrifolia Bunge v. dickinsii (Franchet & Savatier) Koidzumi; Potentilla dickinsii Franchet & Savatier v. typica Nakai
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júní-september.
     
Hćđ   10-20 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Stutt-dúnhćrđur fjölćringur međ sterklega, stutta, greinótta, trékennda jarđstöngla. Blómleggir 10-20 sm langir, uppréttir. Grunnlauf međ legg, axlablöđ lensulaga, landydd. Smálauf 3-5 talsins, hálfleđurkennd, ţau 3 efri stćrri, tígul-egglaga til oddbaugótt 1,3-5 sm breiđ, ydd eđa stundum snubbótt, međ grófar, hvassyddar, tígullaga tennur. Grćn ofan, bláleit neđan.
     
Lýsing   Harđgerđur fjölćringur. Rćtur grófgerđar, sívalar, trékenndar. Blómstönglar uppréttir, 10-30 sm háir, lítiđ eitt lang- og mjúkhćrđ ofantil, stundum líka međ kirtilhár. Grunnlauf 5-15 sm ađ laufleggnum međtöldum, axlablöđ brún, himnukennd, ullhćrđ á neđra borđi, laufleggurinn ögn langhćrđur, laufblađkan fjađurskipt, međ 2-4 pör af smálaufum, egglaga, 1-4 × 0,5-1,5 sm, hálfleđurkennd, ţéttullhćrđ á neđra borđi, međ ađlćga hár á ćđastrengjunum eđa ögn lang/mjúkhćrđ eđa verđa hárlaus međ aldrinum. Á efra borđi eru ţau blöđrótt eđa ekki međ blöđrur, áberandi eđa ekki áberandi netćđótt, grófsagtennt, tennurnar venjulega ţríhyrndar-egglaga, snubbóttar eđa yddar, legglauf 2 eđa 3, axlablöđ grćn, egglensulaga eđa lensulaga, laufkennd, jađar 1-3-tenntur, sjaldan heilrendur, laufblađkan međ 1-3 pör af smálaufum. Blómskipunin endastćđ, hálfsveiplaga eđa lík skúf. Blómin 8-12 mm í ţvermál, blómleggur 5-10 mm, ţéttullhćrđur og međ kirtilhár. Bikarblöđ ţríhyrnd-egglaga, halayddur, utanbikarblöđ eru oftast purpuralit neđan, band-lensulaga, nćstum jafnlöng og bikarblöđin, lítillega međ löng og mjúkhćrđ, ydd. Krónublöđ gul, öfugegglaga-aflöng, 0,5-1 × lengd bikarblađanna, snubbótt. Eggleg ţéttullhćrđ á saumnum, stíll nćstum endastćđur, ţráđlaga, frćni breikka ekki. Smáhnotir gáróttar viđ fullan ţroska, ógreinilega gáróttar eđa sléttar, stundum ullhćrđar kringum sauminn.
     
Heimkynni   Kína, Japan, Kórea, Rússland.
     
Jarđvegur   Magur-međalfrjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   16, Flora of China www.eFlora.org
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, beđ.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein planta undir ţessu nafni, sem sáđ var til 2008, ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is