Halldór Kiljan Laxness , Bráðum kemur betri tíð.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga,
sæta langa sumardaga.

Potentilla crantzii
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   crantzii
     
Höfundur   (Crantz.) G. Beck.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullmura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Gulur með appelsínugulan blett við grunninn.
     
Blómgunartími   Júní-júlí.
     
Hæð   - 20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölæringur, allt að 20 sm hár, myndar ekki breiður, jarðstönglar trékenndir.
     
Lýsing   Lauf fingruð, smálauf 3 eða 5 talsins, 2×1,5 sm öfugegglaga til fleyglaga, jaðrar snubbóttir, tennt í oddinn, græn, hárlaus eða næstum því hárlaus ofan, lítið eitt hærð eða þétthærð neðan, axlablöð egglaga, oft langæ. Blóm 1-12 allt að 2,5 sm í þvermál, flöt. Bikarblöð þríhyrnd-egglaga, utanbikarblöð oddbaugótt eða aflöng, ydd, jafnlöng og eða styttri en bikarblöðin. Krónublöðin allt að 1 sm, gul, oft með appelsínugulan blett við grunninn, breið-öfugegglaga, sýld, stærri en bikarblöðin.
     
Heimkynni   N Bandaríkin, N, M & S Evrópa.
     
Jarðvegur   Magur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein gömul planta með óþekktan uppruna, sem þrífst vel. Einnig eru til íslenskar plöntur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is