Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Clematis ligusticifolia
Ættkvísl   Clematis
     
Nafn   ligusticifolia
     
Höfundur   Torr. & A. Gray
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sveipbergsóley
     
Ætt   Sóleyjarætt (Ranunculaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Klifurplanta
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Hvítur
     
Blómgunartími   Júlí-september
     
Hæð   2-3 m (- 6 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Klifurplanta með kantaðar greinar.
     
Lýsing   Lauf fjaðurflipótt, 5-7 smálaufa, smálauf allt að 7 sm, seig, egglaga til lensulaga, lang-odddregin, fleyglaga við grunninn, gróftennt og oft þríflipótt, gulgræn, hárlaus eða ögn þornhærð-dúnhærð. Blómin 2 sm í þvermál, einkynja, í hálfsveipkenndum skúf. Bikarblöð hvít, allt að 1,5 sm löng, útstæð, ullhærð. Smáhnetur þétt-langhærð, hárin bein; í stórum knippum með hvítan fjaðurlíkan stíl sem er allt að 6 sm langur.
     
Heimkynni   V N-Ameríka
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar
     
Notkun/nytjar   Á veggi í góðu skjóli og sól.
     
Reynsla   Hefur verið sáð í Lystigarðinum 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is