Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Clematis × jackmanii ‘Nelly Moser’
Ćttkvísl   Clematis
     
Nafn   × jackmanii
     
Höfundur   T. More
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Nelly Moser’
     
Höf.   (lan. Moser 1897)
     
Íslenskt nafn  
     
Ćtt   Sóleyjarćtt (Ranunculaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Klifurrunni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Fölbleikur
     
Blómgunartími   Júlí-september
     
Hćđ   1-1,5 m (-3 m)
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Klifurrunni - vafrunni.
     
Lýsing   Clematis 'Nelly Moser' er auđrćktađ yrki, myndar stór, flöt, falleg blóm átta-bikarblađa, sem eru 15- 20 sm í ţvermál, föl blápurpura-bleik blóm (bikarblöđin eru međ rauđbleika miđju) međ purpurabrúna frćfla ţekja ţessa vafningsplöntu á sumrin. Blómin eru fölbleik-kirsuberjableik međ áberandi geislandi, skćrrauđa miđrák á hverju krónublađi. Flestar bergsóleyja-tegundir ţrífast best á sólríkum stađ Ţetta yrki ţolir betur ađ vera í skugga en flest önnur, og blómlitir haldast yfirleitt betur í hálfskugga. Blómin á ţessu yrki koma ađallega á sprota frá fyrra ári, síđla vors Plantan blómstrar frá ţví snemmsumars og fram eftir sumri, stundum kemur líka annar blómgunartími seinna á nýja (ţessa árs) sprota undir haust en blómgunin er ekki eins stórfengleg og sú fyrri. Blómin mynda fallega frćkolla.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Frjór, léttur, lífefnaauđugur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   http://www.finegardening.com, http://www.missouribotanicalgarden.org
     
Fjölgun   Fjölgađ međ grćđlingum ađ vori eđa hálftrénuđum sprotum snemmsumars.
     
Notkun/nytjar   Klifurgrindur á allra bestu stöđum, gróđurskála.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum er til ein ađkeypt (2003) planta sem vex nokkuđ vel, en blómstrar lítiđ.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is