Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Potentilla fruticosa ’Mackay’s White’
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   fruticosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ’Mackay’s White’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Rjómahvítur til hreinhvítur.
     
Blómgunartími   Júlí-september.
     
Hæð  
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fallegur, þýfður runni.
     
Lýsing   Blómin eru rjómahvít í fyrstu en verða síðar hreinhvít. Laufið er milligrænt til dökkgrænt. Runninn er meðalgrófgerður, óreglulegur í vextinum með bogaformaðar greinar. Blómin eru stök, standa lengi.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H4
     
Heimildir   http://www.quebecmultiplants.com
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, 7,5 sm langur græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Þarf litla umhirðu, langur blómgunartími og fjölbreytileg runnamuruyrki eru fallegir runnar að hafa í garðinum. Þeir leggja garðinum til fallega liti í fáeina mánuði.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein aðkeypt planta sem gróðursett var í beð 2001, hefur kalið mikið sum árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is