Halldór Laxness

"Blóm eru ódauðleg... þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, - einhversstaðar."

Amelanchier utahensis
Ættkvísl   Amelanchier
     
Nafn   utahensis
     
Höfundur   Koehne
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallamall
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti   A. crenata Greene, A. mormonica Schneider, A. oreophila A. Nelson pro parte, A. prunifolia Greene, A. purpusii Koehne
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   - 5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Runni eða lítið tré, allt að 5 m hátt.
     
Lýsing   Lauf allt að 3 sm löng, kringluleit til egglaga, oddur bogadreginn, sýldur. Grunnur bogadreginn til fleyglaga. Laufin eru fínhærð, gróftennt, æðastrengir pör 11-13. Blómklasar allt að 3 sm langir, uppréttir eða uppsveigðir, 3-6 blóma, Krónublöð 6-8 mm, bandlaga, hvít. Aldin allt að 1 sm breið, hnöttótt, purpurasvört.
     
Heimkynni   Vestur N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   1, 2
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð.
     
Reynsla   Engin en það var sáð til þessarar tegundar í Lystigarðinum 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is