Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Caragana erinacea
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   erinacea
     
Höfundur   Kom.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjallakergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti   C. maximowicziana Komar.
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   - 1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þyrnóttur, þéttgreindur, útbreiddur runni.
     
Lýsing   Runni allt að 1,5 m hár, þéttgreindur, útbreiddur, með 2 sm langa þyrna. Smálauf allt að 1 sm, smágreinar grannar, rauðleitar. Lauf 4-6 smálaufa, aðallaufleggur stinnur, þyrnóttur. Smálauf allt að 1 sm löng, aflöng-lensulaga, oddþyrnd, ljósgræn, ullhærð. Blóm 2,5 sm, gul, stilkstutt. Bikar pípulaga, hárlaus, tennur mjög stuttar. Eggleg dúnhært á brjóstsaumnum. Aldin 2 sm, ullhærð. olir allt að – 45,5°C frost.
     
Heimkynni   V Kína, Tíbet.
     
Jarðvegur   Grýttur, leirkenndur, sendinn jarðvegur, þurr til meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   1, http://en.hortipedia.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem var sáð til 1978 og gróðursett í beð 1983. Þrífst vel, kelur lítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is