Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Berberis hookeri
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   hookeri
     
Höfundur   Lem.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Surtarbroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Grænn-fölgulur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   0,5 - 1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn, þyrnóttur, smávaxinn runni. Greinar kantaðar, gular, greyptar, þyrnar 3 saman, allt að 25 mm langir, gulbrúnir.
     
Lýsing   Lauf allt að 5 í kransi, allt að 6×2 sm, aflöng-oddbaugótt, sagtennt, með allt að 15 áberandi tennur á hvorri hlið, dökk, gljáandi-græn ofan, hvíthrímug neðan. Blóm allt að 6 saman, græn eða fölgul, allt að 1,5 sm breið. Eggleg 6-9. Aldin allt að 15×8 mm, aflöng, blápurpurasvört, glansandi eða ögn bláleit. Stílar engir.
     
Heimkynni   Himalaja (Nepal, Bhutan, Indland og Kína)
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is