Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Berberis circumserrata
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   circumserrata
     
Höfundur   Schneid.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Glóbroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   - 1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur, þyrnóttur runni allt að 1 m á hæð.
     
Lýsing   Greinar með grópar, gular, svartdoppóttar, þyrnar grófir, allt að 4 sm langir. Lauf 3×2 sm, öfugegglaga, sagtennt, með allt að 40 tennur, netæðótt, ólífugræn ofan en grá-bláleit neðan, skarlatsrauð á haustin. Blómin 1-3 saman, gul, allt að 1 sm breið. Krónublöð 7×4 mm, öfugegglaga, heilrend, með nögl og kirtla. Eggleg 6-7. Aldin 15×6 mm, sporvala, appelsínugul.
     
Heimkynni   NV Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er planta sem sáð var 2001 og gróðursett í beð 2007. Þrífst ekkert sérstaklega.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is