Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Berberis buxifolia
Ættkvísl   Berberis
     
Nafn   buxifolia
     
Höfundur   Lam.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Perlubroddur
     
Ætt   Mítursætt (Berberidaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól og skjól
     
Blómlitur   Appelsínugulur-gulur
     
Blómgunartími   Júní
     
Hæð   1-1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur og útbreiddur, þyrnóttur runni.
     
Lýsing   Greinar dúnhærðar, brúnrákóttar, þyrnar allt að 1,5 sm langir, stakir eða 3 saman. Lauf allt að 2,5 sm löng, öfugegglaga, broddydd, heilrend, leðurkennd, fremur stinn, í skúfum í öxlunum við þyrnana. Blómin 1 eða 2 í blaðöxlunum, appelsínugul-gul. Aldin allt að 8 mm í þvermál, hnöttótt, dökkpurpura, grádöggvuð, aldinleggir ögn dúnhærðir, stíll framstæður, allt að 4 sm, rauður.
     
Heimkynni   S Chile.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, velframræstur, hæfilega rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1, 10
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Stakstæðir, í raðir, í blönduð beð og víðar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru 2 plöntur sem sáð var til 1986 og plantað í beð 1994 og 1997, báðar hafa kalið talsvert árlega gegnum árin.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is