Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Crocus flavus
Ættkvísl   Crocus
     
Nafn   flavus
     
Höfundur   Weston.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullkrókus
     
Ætt   Sverðliljuætt (Iridaceae).
     
Samheiti   C. aureus Sibthorp & Smith; C. luteus Lamarck, C. maesiacus Ker-Gawler, C. lacteus Sabine
     
Lífsform   Hnýði.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur til appelsínugulur.
     
Blómgunartími   Apríl-maí.
     
Hæð   20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hýði hnýðanna er pappírskennt, rifnar frá grunn í samhliða trefjar. Lauf 4-8 talsins, 2,5-4 mm breið, styttri en/eða jafnlöng og blómin, græn.
     
Lýsing   Blóm gul til appelsínugul, ginið gult, með eða án hára. Ekkert hulsturblað. Stoðblöð eru 2 talsins. Blómhlífarblöð eru 2-3,5 sm × 6-12 mm. Frjóhnappar gulir, stíll með 3 stutta, fölgula til appelsínugula frænissepa, sem venjulega eru styttri en frjóhnapparnir.
     
Heimkynni   S Júgóslavía, M & N Grikkland, Búlgaría, Rúmenía, NV Tyrkland.
     
Jarðvegur   Léttur, meðalfrjór, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Hliðarhnýði, sáning, hnýði lögð í september á 6-8 sm dýpi (sortum/yrkjum eingöngu fjölgað með hliðarhnýðum).
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, blómaengi, grasflatir og sem undirgróður.
     
Reynsla   Harðgerður. Var sáð í Lystigarðinum 2005.
     
Yrki og undirteg.   'Deutch Yellow' með gul blóm, Crocus flavus v. lacteus með hvít blóm, afbrigðin 'Yellow Gigant' og 'Large Yellow' eru sennilega samheiti fyrir 'Deutch Yellow'.
     
Útbreiðsla   Tegundin sjálf er ekki oft ræktuð en algengur, gulur krókus í görðum (hinn stóri ‘Dutch Yellow’ eða ‘Golden Yellow’) er mjög líkur henni. Þetta er mjög gamall blendingur milli gulkrókusar (C. flavus) og randakrókus (C. angustifolius). Á 19. öld voru mörg afbrigði og blendingar af gulkrókus (C. flavus) ræktaðir í görðum en eru nú að mestu horfnir úr ræktun. 2 Sjá Crocus × luteus Garðakrókus
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is