Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing) Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.
Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
|
Ættkvísl |
|
Malus |
|
|
|
Nafn |
|
toringoides |
|
|
|
Höfundur |
|
(Rehd.) Hughes |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Roðaepli |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni eða tré. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (síður hálfskuggi). |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor. |
|
|
|
Hæð |
|
- 8 m erlendis. |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Uppréttur runni eða lítið tré. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauffellandi runni eða lítið tré allt að 8 m hátt, ársprotar verða fljótt hárlausir. Lauf 3-8 sm, egglaga og með bogtennta flipa eða heilrend og oddbaugótt, (hið síðarnefnda er sjaldgæfara og sjaldnar framleitt), hárlaus nema dúnhærð á æðastrengjunum á neðra borði. Blóm 2 sm breið, 3-6 saman, hvít, blómleggir engir, bikar flókahærður. Aldin fjölmörg, 1-5 sm, hnöttótt eða perulaga, gul með rauðri slikju. Eru á trénu fram eftir vetri. Blómin eru tvíkynja, skordýrafrævun. |
|
|
|
Heimkynni |
|
V Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, rakaheldinn, rakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning. --- Fræi er best að sá að haustinu um leið og það er þroskað, geymið sáninguna í sólreit, það spírar oftast síðvetrar. Fræ sem hefur verið geymt þarf það að fá kuldameðferð í rökum mosa eða sandi í 3 mánuði við um 1°C og það ætti að sá því í sólreit strax við fáum fræðið í hendur. Það er óvíst að það spíri fyrr en eftir 12 mánuði eða meir. Dreifplantið hverri kímplöntu í sér pott strax og þær eru orðnar nógu stórar til að handfjatla.
Plönturnar eru hafðar í pottum í sólreit þangað til síðla vors næsta ár, gróðursettar í beð þegar þær eru orðnar nógu stórar, skýlt fyrstu árin.
|
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Skógarjaðrar, í raðir, blandað limgerði. |
|
|
|
Reynsla |
|
Reynsla er engin í Lystigarðinum, sáð 2011. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR: Mjög skrautleg planta. Aldin, ef þau þroskast hérlendis, eru góð sem fóður handa fuglum. Roðaepli (M. toringoides) er náskylt M. transitoria.
Malus-tegundir mynda mikið af blendingum innbyrðis.
--- Aldin æt, hrá eða soðin. Myndar mikið af aldinum og hangir á trjánum langt fram eftir vetri. Bragðið batnar ef þau hafa frosið svo best er að draga að safna uppskerunni í lengstu lög. |
|
|
|
|
|