Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
|
Ættkvísl |
|
Prunus |
|
|
|
Nafn |
|
fruticosa |
|
|
|
Höfundur |
|
Pall. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Runnakirsi |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól og skjól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Vor. |
|
|
|
Hæð |
|
- 1 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, útbreiddur runni allt að 1 m hár, ungir sprotar gráir eða svartir, hárlausir. Myndar rótarskot. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf samanbrotin í bruminu, bogtennt, með snubbóttar eða bogadregnar tennur, með dökka jaðarkirtla. Laufin verða allt að 5(-6) sm, aflöng-oddbaugótt, öfugegglaga eða lensulaga, hvassydd eða snubbótt, grunnur fleyglaga, hárlaus glansandi dökk-græn ofan, miklu ljósari neðan. Laufleggir allt að 1,5 sm, axlablöð mjó, bandlaga, tennt. Blómin allt að 1,5 sm breið eru (2)-4-5 saman í legglausum stilk, blómleggir allt 2,5 sm, hárlausir. Bikarblöð verða baksveigð, bikartrekt bjöllulaga, krónublöð allt að 7 mm, hvít öfugegglaga venjulega skert. Steinaldin eru súr, allt að 1,5 sm, hálfhnöttótt, venjulega broddydd, dökkrauð. Steinarnir yddir í báða enda. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M & A Evrópa til Síberíu. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Sendinn, grýttur, meðalrakur til rakur, meðalfrjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z4 |
|
|
|
Heimildir |
|
1,2, http://www.enotes.com, http://2n,hortipedia,com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Limgerði.
Aldin er hægt að nota í mauk og hlaup. |
|
|
|
Reynsla |
|
Hefur verði sáð í Lystigarðinum (2007), er dauð núna 2011. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Cerasus fruticosa (Pall.) Woronow |
|
|
|
|
|