Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr
Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns
Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar
Og rætur þeirra
verða alltaf mínar
|
Ættkvísl |
|
Syringa |
|
|
|
Nafn |
|
pubescens |
|
|
|
Höfundur |
|
Turcz. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Flossýrena |
|
|
|
Ætt |
|
Smjörviðarætt (Oleaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Lillalitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí. |
|
|
|
Hæð |
|
- 2 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, uppréttur og útbreiddur runni allt að 2 m hár. Greinar með gárur langsum, grannar, hárlausar, nývöxtur rauð-grænn. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf allt að 7 sm löng, egglaga, verða snögglega odddregin. Dökkgræn, glansandi á efra borði, gráloðin á neðra borði, jaðrar randhærðir. Blóm mörg, lillalit, ilma mikið, í allt að 12 sm löngum skúfum, gin hvítleitt, flipar innsveigðir, fölna fljótt. Krónupípa mjó, allt að 1,5 sm löng. |
|
|
|
Heimkynni |
|
M Kína. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Rakur, vel framræstur, lífefnaríkur, frjór. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
6 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, græðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í beð, í þyrpingar, sem stakur runni. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursettar 2004 og 2011. Þrífast vel, ekkert kal skráð. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
AÐRAR UPPLÝSINGAR:
Þetta er sú sýrena sem blómstrar einna fyrst að sumrinu.
|
|
|
|
|
|