Jónas Hallgrímsson - Úr ljóðinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Syringa tomentella
Ættkvísl   Syringa
     
Nafn   tomentella
     
Höfundur   Bureau & Franchet
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fölvasýrena / Loðsýrena
     
Ætt   Smjörviðarætt (Oleaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikur, lillableikur eða hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   - 4 m eða hærri.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur, lauffellandi runni, allt að 4 m hár eða hærri.
     
Lýsing   Laufin oddbaugótt-aflöng, stundum lensulaga, 3-10×1,5-6 sm, með strjál dúnhár eða hárlaus á efra borði, þétt til strjál dúnhærð á neðra borði. dálítið ljósari á neðra borði en ekki bláleit, grunnur bogadreginn til yddur. Blómskipunin því sem næst upprétt, endastæð, stundum hliðstæð, í skúf, nokkuð gisin, 10-20 sm löng, oftast dúnhærð. Bikar 1,5-2 mm langur, ógreinilega tenntur, fíndúnhærður eða hárlaus. Krónupípan því sem næst trektlaga, bleik, lillableik eða hvít. 8-10 mm löng. Flipar 3-4 mm langir, útstæðir eða ögn baksveigðir. Fræflar rétt innan við pípuopið. Hýði sívöl-aflöng, ydd í toppinn, um 1,5 sm löng.
     
Heimkynni   SV Kína.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, vel framræstur, lífefnaríkur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   Sáninr, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í þyrpingar, sem stakstæðir runnar.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum en hefur verið sáð (2010).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is