Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós "Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."
|
Spiraea alba v. latifolia
Ættkvísl |
|
Spiraea |
|
|
|
Nafn |
|
alba |
|
|
|
Höfundur |
|
Duroi |
|
|
|
Ssp./var |
|
v. latifolia |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
(Aiton) B. Boivin |
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Ljósakvistur |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Spiraea latifolia (Aiton) Borkh. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól eða hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Hvítur til skeljableikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Síðsumars-haust. |
|
|
|
Hæð |
|
1-1,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lauffellandi, uppréttur runni allt að 1 m hár eða hærri (-1,5 m). Smágreinar hárlausar, gáróttar, rauðbrúnar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf allt að 3-7 sm, breiðoddbaugótt eða öfugegglaga til aflöng, ydd, sjaldan snubbótt, ydd við grunninn, gróf og oft tvísagtennt, stundum blágræn og hárlaus á neðra borði, en skærgræn ofan, stilkstutt. Blómin hvít til skeljableik í pýramídalaga/breið-keilulaga hárlausum, meira en 20 sm löngum skúf, oft með láréttum greinum. Krónublöðin styttri en fræflarnir. Aldin brún, hárlaus, með skástæðum restum af stílum. Gulir haustlitir. |
|
|
|
Heimkynni |
|
N-Ameríka. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, meðalrakur til rakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
2 |
|
|
|
Heimildir |
|
1, 2, 7, http://www.naturallandscapenursery.com |
|
|
|
Fjölgun |
|
Græðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í kanta, í beð og í þyrpingar. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru til nokkrar plöntur sem sáð var til 1988, 1991, 1993 og 1995, allar hafa kalið mismikið gegnum árin eru seinar til og ná því oft ekki að blómstra. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|