Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.
Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.
Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.
Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.
|
Paeonia mascula ssp. mascula
Ættkvísl |
|
Paeonia |
|
|
|
Nafn |
|
mascula |
|
|
|
Höfundur |
|
(L.) Mill. |
|
|
|
Ssp./var |
|
ssp. mascula |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Glansbóndarós |
|
|
|
Ætt |
|
Bóndarósarætt (Paeoniaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
P. corallina |
|
|
|
Lífsform |
|
Fjölær jurt. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Purpurarauður-purpura. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
|
|
|
|
Hæð |
|
40-60 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Fjölæringur, 40-60 sm hár. Myndar brúsk. Stilkar hárlausir. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf tvíþrífingruð, græn, bláleit ofan, hárlaus eða ögn hærð á neðra borði. smálauf 9-21, oddbaugótt til öfugegglaga-oddbaugótt, stutt-odddregin. Grunnur fleyglaga, langyddur oddur. Blóm fá, mjög stór, allt að 12 sm breið, á uppréttum stilkum. Krónublöð öfugegglaga, purpurarauð til purpura. Frævur 2-5, lóhærðar, stíll allt að 1 sm, snúin að endilöngu. |
|
|
|
Heimkynni |
|
S-Evrópa, V Asía. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
8 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.rareplants.de |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning (langur uppeldistími), skipting (varlega). |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í trjá- og runnabeð. |
|
|
|
Reynsla |
|
Sáð í Lystigarðinum 1991, gróðursett í beð 1993. Sáð aftur í Lystigarðinum 1992, gróðursett í beð 1995. Báðar þrífast vel og blómstra. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|