Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Thuja standshii
Ættkvísl   Thuja
     
Nafn   standshii
     
Höfundur   (Gordon) Carrière
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Japanslífviður
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi eða sól.
     
Blómlitur   Kk. reklar dökkrauðleitir
     
Blómgunartími  
     
Hæð   Allt að 20 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Breiðkeilulaga tré, allt að 20 m í heimkynnum sínum, neðri greinar útréttar og vita upp á við. Greinasprotar mynda óreglulega flöt greinakerfi eins og þræðir, gulleit eða grágræn með litla, hvítleita bletti á neðra borði, ilma eins og sítróna ef þeir eru marðir.
     
Lýsing   Barr u.þ.b. 2 mm, Kirtlar ógreinilegir; barrið ofan á greinunum er dálítið úttútnað svo að smágreinarnar eru bogadregnar að ofan. ♂ reklar u.þ.b. 1 mm dökkrauðleitir. Fullþroska könglar mjó-egglaga, brúnir úr u.þ.b. 10 hreistrum. Miðstæðu köngulhreistrin frjó, öll hreistrin trékennd, að hluta með breiða enda, þau frjóu með 3 fræ. Vængur fræja nær næstum allan hringinn utan um þau.
     
Heimkynni   N & S Japan.
     
Jarðvegur  
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H1
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Sáning, vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í trjábeð, í þyrpingar, sem stakstæð tré.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1999, gróðursett í beð 2006. Þrífst vel, ekkert kal.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is